Rússar vilja geta lokað á bandaríska samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 10:35 RT er á meðal fjölmiðla sem Twitter merkir sem ríkisfjölmiðil. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld. Vísir/Getty Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“. Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“.
Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira