Warner staðfestir áætlanir um Wonder Woman 1984 Heiðar Sumarliðason skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Wonder Woman lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni kórónuveiruna. Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira