„Forréttindi að fá að upplifa þennan leik“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 20:01 Lið Dusty CS:GO verður í eldlínunni á sunnudagskvöldið. Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, er spenntur fyrir sunnudagskvöldinu en á sunnudagskvöldið mætast Dusty og Hafið í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. Það er mikil spenna í rafíþróttaheiminum enda tvö bestu lið landsins þarna að mætast og leikur sem einhverjir hafa beðið eftir í nærri tvö ár. „Það er mikill spenningur. Ég hefði helst viljað að leikurinn færi fram fyrir fullum bíósal eins og síðast en það er auðvitað ekki hægt. Mínir menn hafa verið duglegir að undirbúa sig og eru meira en klárir í verkefnið sem bíður,“ sagði Ásbjörn. Það má með sanni segja að Ásbjörn þekki bæði lið ansi vel. Leikmenn Hafsins hafa áður fyrr spilað fyrir Dusty en aðspurður segir Ásbjörn leikinn ekkert sérstakan fyrir sig, því hann verði ekki í brennidepli. „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það sé einhver extra spenna í mér frekar en öðrum, enda snýst þessi leikur lítið um mig persónulega. Sem áhorfandi er ég bara gífurlega spenntur að fylgjast með. Þetta eru ekki bara tvö bestu lið landsins mætast, heldur má færa rök fyrir því að þetta séu einfaldlega tíu stærstu leikmenn landsins í sportinu að fara að spila á móti hvorum öðrum. Það eru bara forréttindi út af fyrir sig að fá að upplifa þannig leik.“ „Mótherjana þekki ég auðvitað ágætlega enda voru þeir flestir að spila undir okkar merkjum fyrir ekki svo löngu síðan. Við ákváðum hinsvegar að taka smá stefnubreytingu og tókum inn yngri kjarna af gífurlega flottum strákum sem hafa svo sannarlega sýnt að þeir séu verkefninu vaxnir. Það hefur verið rosalega gefandi og skemmtilegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna á sínu sviði. “ „Félagið vill reyna að útvega þessum strákum öll þau nauðsynlegu tól sem þarf til að geta skarað fram úr í sportinu á heimsvísu, hvort sem það tengist líkamlegu eða andlegu hliðinni. Síðan er það á herðum okkar stjórnenda að útvega þessum strákum nægileg verkefni, sérstaklega á erlendri grundu, til að þeir geti blómstrað. Það er margt í pípunum í þeim efnum, vonandi eitthvað sem hægt verður að deila með alþjóð fljótlega.“ Stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum Ásbjörn er ekkert að fjölyrða hvað sé undir á sunnudaginn. „Þetta er stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum, þannig auðvitað er ansi mikið undir. En eins og ég segi, þá tel ég okkur hafa það sem til þarf að sigla þessu heim.“ Dusty hefur verið að vaxa ört síðustu ár en 2020 er fyrsta heila árið hjá félaginu. Ásbjörn segir að þetta sé einfaldlega hefðbundið íþróttafélag sem vilji skila atvinnumönnum til stærri liða, sem Dusty nú þegar hefur gert. „Starfsemin svipar í grunninn að einhverju leiti til hefðbundins íþróttafélags. Það starfa hjá okkur leikmenn og þjálfarar sem eiga það sameiginlegt að skara fram úr á landsvísu. 2020 er okkar fyrsta heila rekstrarár, en verkefnið byrjaði um mitt árið 2019 og við erum gríðarlega sáttir við þann stað sem við erum á. Við erum komnir með League of Legends liðið okkar á afskaplega eftirsóknarverðan stað, við hlið nokkurra af stærstu rafíþróttaliðum Evrópu, í NLC (Northern League of Legends Championship) mótaröðinni. En fyrirkomulagið í þeirri keppni svipar mjög mikið til íþróttadeildanna í Bandaríkjunum, þar sem liðin eru nokkurskonar „partner“ í deildinni og fá þ.a.l. tekjur af henni.“ „Samhliða þessu höfum við verið að skila leikmönnum og þjálfurum í erlend stórlið, nú síðast þegar þjálfari frá okkur skrifaði undir hjá Cloud 9. Til að setja það í samhengi, þá mat Forbes Cloud 9 á 400 milljónir dollara í nóvember í fyrra. Það er síðan bara algjör plús að samhliða vextinum okkar erlendis hefur senan hér heima gjörsamlega sprungið út og áhuginn á rafíþróttum aldrei verið meiri, þá sérstaklega á CS:GO.“ Ásbjörn segir að deildin hafi spilast eins og hann hafi átt von á. Að lokum báðum við hann einnig að setja viðureignina á sunnudaginn í nokkur orð. „Já, ætli það ekki. Ég bjóst við að sjá KR eða Hafið mæta okkur í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að við séum að fara verða vitni að úrslitaleik sem verður lengi talað um. Það er mikil saga á bakvið viðureignir þessara beggja liða og hafa rimmurnar oft ráðist á litlum smáatriðum. Þannig það telur rosalega mikið, í viðureign sem þessari, að vera vel undirbúinn og hafa hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði Ásbjörn að lokum. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Hefst útsendingin klukkan 18.00. Rafíþróttir Dusty Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, er spenntur fyrir sunnudagskvöldinu en á sunnudagskvöldið mætast Dusty og Hafið í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. Það er mikil spenna í rafíþróttaheiminum enda tvö bestu lið landsins þarna að mætast og leikur sem einhverjir hafa beðið eftir í nærri tvö ár. „Það er mikill spenningur. Ég hefði helst viljað að leikurinn færi fram fyrir fullum bíósal eins og síðast en það er auðvitað ekki hægt. Mínir menn hafa verið duglegir að undirbúa sig og eru meira en klárir í verkefnið sem bíður,“ sagði Ásbjörn. Það má með sanni segja að Ásbjörn þekki bæði lið ansi vel. Leikmenn Hafsins hafa áður fyrr spilað fyrir Dusty en aðspurður segir Ásbjörn leikinn ekkert sérstakan fyrir sig, því hann verði ekki í brennidepli. „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það sé einhver extra spenna í mér frekar en öðrum, enda snýst þessi leikur lítið um mig persónulega. Sem áhorfandi er ég bara gífurlega spenntur að fylgjast með. Þetta eru ekki bara tvö bestu lið landsins mætast, heldur má færa rök fyrir því að þetta séu einfaldlega tíu stærstu leikmenn landsins í sportinu að fara að spila á móti hvorum öðrum. Það eru bara forréttindi út af fyrir sig að fá að upplifa þannig leik.“ „Mótherjana þekki ég auðvitað ágætlega enda voru þeir flestir að spila undir okkar merkjum fyrir ekki svo löngu síðan. Við ákváðum hinsvegar að taka smá stefnubreytingu og tókum inn yngri kjarna af gífurlega flottum strákum sem hafa svo sannarlega sýnt að þeir séu verkefninu vaxnir. Það hefur verið rosalega gefandi og skemmtilegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna á sínu sviði. “ „Félagið vill reyna að útvega þessum strákum öll þau nauðsynlegu tól sem þarf til að geta skarað fram úr í sportinu á heimsvísu, hvort sem það tengist líkamlegu eða andlegu hliðinni. Síðan er það á herðum okkar stjórnenda að útvega þessum strákum nægileg verkefni, sérstaklega á erlendri grundu, til að þeir geti blómstrað. Það er margt í pípunum í þeim efnum, vonandi eitthvað sem hægt verður að deila með alþjóð fljótlega.“ Stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum Ásbjörn er ekkert að fjölyrða hvað sé undir á sunnudaginn. „Þetta er stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum, þannig auðvitað er ansi mikið undir. En eins og ég segi, þá tel ég okkur hafa það sem til þarf að sigla þessu heim.“ Dusty hefur verið að vaxa ört síðustu ár en 2020 er fyrsta heila árið hjá félaginu. Ásbjörn segir að þetta sé einfaldlega hefðbundið íþróttafélag sem vilji skila atvinnumönnum til stærri liða, sem Dusty nú þegar hefur gert. „Starfsemin svipar í grunninn að einhverju leiti til hefðbundins íþróttafélags. Það starfa hjá okkur leikmenn og þjálfarar sem eiga það sameiginlegt að skara fram úr á landsvísu. 2020 er okkar fyrsta heila rekstrarár, en verkefnið byrjaði um mitt árið 2019 og við erum gríðarlega sáttir við þann stað sem við erum á. Við erum komnir með League of Legends liðið okkar á afskaplega eftirsóknarverðan stað, við hlið nokkurra af stærstu rafíþróttaliðum Evrópu, í NLC (Northern League of Legends Championship) mótaröðinni. En fyrirkomulagið í þeirri keppni svipar mjög mikið til íþróttadeildanna í Bandaríkjunum, þar sem liðin eru nokkurskonar „partner“ í deildinni og fá þ.a.l. tekjur af henni.“ „Samhliða þessu höfum við verið að skila leikmönnum og þjálfurum í erlend stórlið, nú síðast þegar þjálfari frá okkur skrifaði undir hjá Cloud 9. Til að setja það í samhengi, þá mat Forbes Cloud 9 á 400 milljónir dollara í nóvember í fyrra. Það er síðan bara algjör plús að samhliða vextinum okkar erlendis hefur senan hér heima gjörsamlega sprungið út og áhuginn á rafíþróttum aldrei verið meiri, þá sérstaklega á CS:GO.“ Ásbjörn segir að deildin hafi spilast eins og hann hafi átt von á. Að lokum báðum við hann einnig að setja viðureignina á sunnudaginn í nokkur orð. „Já, ætli það ekki. Ég bjóst við að sjá KR eða Hafið mæta okkur í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að við séum að fara verða vitni að úrslitaleik sem verður lengi talað um. Það er mikil saga á bakvið viðureignir þessara beggja liða og hafa rimmurnar oft ráðist á litlum smáatriðum. Þannig það telur rosalega mikið, í viðureign sem þessari, að vera vel undirbúinn og hafa hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði Ásbjörn að lokum. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Hefst útsendingin klukkan 18.00.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira