Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:16 Tilkynnt var um breytingarnar í skeyti fréttastjóra í gær. Vísir/Vilhelm Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira