Blindir geta nú fengið lánaða sjón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Hlynur og Eyþór ræddu appið nýja í Íslandi í dag í gær. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tækni Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tækni Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira