Formaður HSÍ segir að Íslandi verði með á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 08:16 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins en hér er hann á síðasta HM í handbolta árið 2019. Getty/ TF-Images Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér. HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins vill ekki að HM í handbolta fari fram í janúar vegna kórónufaraldursins en formaður HSÍ segir að íslenska landsliðið muni taka þátt. Aron Pálmarsson sagði frá þeirri skoðun sinni í viðtali við þýska miðilinn NDR að vann vilji að HM í handbolta í Egyptalandi í janúar 2021 verði aflýst. Það eru ekki miklar líkur á því að honum verði að ósk sinni. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði það í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að það ekki megi lesa það úr orðum landsliðsfyrirliðans að hann vilji ekki spila. Handknattleiksamband Íslands er líka í góðum samskiptum við mótshaldara. „Við erum reglulega á fundum með alþjóða handknattleikssambandinu og mótshöldurum og við erum búin að fara yfir það hvernig staðið verður að mótinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það. https://t.co/uCQu1LXg7I— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 17, 2020 Leikmenn liðanna 32 á mótinu munu fara inn í búbblu eins og tíðkast hefur hjá öðrum íþróttum. Þeir þurfa því að vera inn á hóteli alla daga og mega bara fara þaðan og í íþróttasalinn. Engin snerting verður leyfð við þá sem eru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu. HM fer að þessu sinni fram á heimavelli forseta Alþjóðahandboltasambandsins sem er Egyptinn Hassan Moustafa. Það eru því ekki miklar líkur á því að heimsmeistaramótinu verði aflýst þrátt fyrir mikið flækjustig og skæðan heimsfaraldur. Það þarf líka ekkert að koma mörgum á óvart að það eru peningarnir sem ráða för en auðvitað snýst þetta líka um útbreiðslu handboltaíþróttarinnar. „Tekjur alþjóða handknattleikssambandsins snúast um þessa heimsmeistarakeppni og halda sjónvarpsréttum í gangi og viðhalda íþróttinni og athygli á henni og þess vegna reyna menn í lengstu lög að halda þessi mót,“ sagði Guðmundur. „Ég geri ráð fyrir því, nema eitthvað sérstakt komi upp á, að við verðum þátttakendur á mótinu og miðum allan okkar undirbúning við það,“ sagði Guðmundur í spjallinu sem hlusta á má allt hér.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira