Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Guðni Bergsson þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara fyrir karlalandsliðið í annað skiptið sem formaður KSÍ. Vísir/Daníel Þór Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Englandi á Wembley. Leitin af næsta landsliðsþjálfara er því hafin hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hinn sænski Erik Hamrén tilkynnti það fyrir leikinn á móti Dönum að hann myndi hætta með íslenska karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni er í kvöld og næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er síðan undankeppni HM í mars með nýjan landsliðsþjálfara. Fréttablaðið kafaði aðeins ofan í það hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, sem blaðið segir að liggi undir feldi í grein í blaðinu í dag. Guðni hefur sagt að einhver nöfn séu komin fram í leit sambandsins að næsta þjálfara en að næstu vikur muni síðan fara í það að finna fleiri nöfn. Búast megi við að nýr þjálfari verði kynntur einhvern tímann í desember. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í starfið og hjálpa þar með Guðna við það að setja saman óskalistann sinn. Hér fyrir neðan má sjá mjög stutta útgáfu af svörum þessara fótboltahausa en heildarsvör hvers og eins má finna með því að smella hér. Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson KSÍ Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Englandi á Wembley. Leitin af næsta landsliðsþjálfara er því hafin hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hinn sænski Erik Hamrén tilkynnti það fyrir leikinn á móti Dönum að hann myndi hætta með íslenska karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni er í kvöld og næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er síðan undankeppni HM í mars með nýjan landsliðsþjálfara. Fréttablaðið kafaði aðeins ofan í það hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, sem blaðið segir að liggi undir feldi í grein í blaðinu í dag. Guðni hefur sagt að einhver nöfn séu komin fram í leit sambandsins að næsta þjálfara en að næstu vikur muni síðan fara í það að finna fleiri nöfn. Búast megi við að nýr þjálfari verði kynntur einhvern tímann í desember. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í starfið og hjálpa þar með Guðna við það að setja saman óskalistann sinn. Hér fyrir neðan má sjá mjög stutta útgáfu af svörum þessara fótboltahausa en heildarsvör hvers og eins má finna með því að smella hér. Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson
Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson
KSÍ Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira