Strákarnir okkar þurfa aukaundanþágu vegna lekans Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 14:01 Skúringamoppan dugar víst skammt til að laga keppnisgólfið í Laugardalshöll eftir vatnstjónið sem varð í vikunni. Ísland mætti Litáen 4. nóvember síðastliðinn og það verður síðasti leikurinn í Höllinni í bili. vísir/vilhelm HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15
Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05
Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14