Jón Axel verður í NBA-nýliðavalinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 09:16 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/Lee Coleman Körfuknattleikssamband Íslands segir frá því að einn íslenskur körfuboltamaður muni taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar í ár en það er landsliðsmaðurinn og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Jón Axel gekk til liðs við þýska liðið Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en nýliðavalið átti að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af síðastliðinn vetur út af faraldrinum. KKÍ fjallar um möguleika Jóns Axels í fréttinni á heimasíðu sinni og þar segir að sambandið viti af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni. KKÍ nefnir liðin þrjú sem gætu tekið Jón Axel og þau eru eftirtalin: 32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors Það er vissulega mikið afrek að vera valinn í nýliðavalinu og fá samning hjá NBA liði. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildinni. Hann var valinn, sem þá var þriðja umferð, af Portland Trail Blazers árið 1981 og lék í deildinni til 1989 með Portland, San Antonio og Lakers. Jón Arnór Stefánsson var síðan á samning hjá Dallas Mavericks 2003-2004 en lék ekki í deildinni á meðan hann var í þeirra herbúðum. Tryggvi Snær Hlinason fór í nýliðavalið að auki árið 2018 en var ekki valinn. Næsta körfuboltaverkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu með karlalandsliðinu sem stendur yfir dagana 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands segir frá því að einn íslenskur körfuboltamaður muni taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar í ár en það er landsliðsmaðurinn og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Jón Axel gekk til liðs við þýska liðið Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en nýliðavalið átti að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af síðastliðinn vetur út af faraldrinum. KKÍ fjallar um möguleika Jóns Axels í fréttinni á heimasíðu sinni og þar segir að sambandið viti af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni. KKÍ nefnir liðin þrjú sem gætu tekið Jón Axel og þau eru eftirtalin: 32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors Það er vissulega mikið afrek að vera valinn í nýliðavalinu og fá samning hjá NBA liði. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildinni. Hann var valinn, sem þá var þriðja umferð, af Portland Trail Blazers árið 1981 og lék í deildinni til 1989 með Portland, San Antonio og Lakers. Jón Arnór Stefánsson var síðan á samning hjá Dallas Mavericks 2003-2004 en lék ekki í deildinni á meðan hann var í þeirra herbúðum. Tryggvi Snær Hlinason fór í nýliðavalið að auki árið 2018 en var ekki valinn. Næsta körfuboltaverkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu með karlalandsliðinu sem stendur yfir dagana 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023.
32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira