Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 17:05 Gólfið í Laugardalshöllinni er mjög illa farið. stöð 2 Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Sjá meira
Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni
Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Sjá meira