Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 17:05 Gólfið í Laugardalshöllinni er mjög illa farið. stöð 2 Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni
Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira