Sport

Leki í Laugardalshöll

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laugardalshöllin.
Laugardalshöllin. vísir/vilhelm

Leki kom upp í Laugardalshöllinni í síðustu viku og búist er við því að skipta þurfi um gólf í keppnissalnum.

Á miðvikudaginn í síðustu viku sprakk lögn í Laugardalshöllinni og vatn flæddi um gólf hallarinnar.

„Eftir að allir eru farnir úr húsi gaf rör sig og líklega rann hér heitt vatn í ellefu klukkutíma,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við íþróttadeild.

„Það flæðir mikið niður í salinn og niður undir gólfið sem fer síðan í útstokkssokka og þaðan niður. Það getur verið að þetta hafi verið tugir þúsunda lítra.“

Gólfið í Laugardalshöllinni í dag.

Að öllum líkindum þarf að skipta um gólf í Laugardalshöllinni og verður hún væntanlega ónothæf næstu mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×