Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 09:15 Fyrir og eftir! Soffía fékk það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi í öðrum þætti af Skreytum hús. Skreytum hús „Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR. Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
„Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR.
Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35