Noregur hættir við að halda EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 10:01 Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið í handbolta síðan 2009. getty/Oliver Hardt Noregur hefur hætt við að halda Evrópumót kvenna í handbolta í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Noregur átti að halda mótið ásamt Danmörku. Í fréttatilkynningu frá norska handknattleikssambandinu segir að þessi erfiða ákvörðun hafi verið tekin eftir ítarlega skoðun norskra heilbrigðisyfirvalda og kröfur norskra stjórnvalda. På bakgrunn av norske helsemyndigheters grundige vurderinger, samt politiske myndigheters klare krav og ønsker, er det klart at Norge ikke kan stå som arrangør av Håndball-EM for kvinner i desember. Det jobbes nå for at Danmark arrangerer hele EM.https://t.co/onSNVQMCge pic.twitter.com/LYxF2lTxFo— Norges Håndballforbund (@NORhandball) November 16, 2020 Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að allra leiða hafi verið leitað til að halda EM í Noregi en það hafi ekki verið mögulegt vegna strangra sóttvarnareglna þar í landi. Evrópska handknattleikssambandið, EHF, segist harma þá ákvörðun Noregs að geta ekki haldið EM. EHF leitar nú annarra kosta í samstarfi við danska handknattleikssambandið. The EHF regrets the decision of the Norwegian government and the impact it has had on the Norwegian Handball Federation not to be able to host EHF EURO 2020. Alternatives are being sought with the Danish Handball Association and additional information will be released on Tuesday. https://t.co/UWZMrfI1hX— EHF EURO (@EHFEURO) November 16, 2020 Líklegt er að EM verði eingöngu haldið í Danmörku þótt Per Bertelson, forseti danska handknattleikssambandsins, vildi ekki ábyrgjast það í yfirlýsingu. Evrópumótið átti að fara fram í Herning í Danmörku og Frederikshavn, Stavanger, Osló og Þrándheimi í Noregi. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í síðastnefndu borginni 20. desember. Evrópumótið á að hefjast 3. desember. Þórir Hergeirsson er sem kunnugt er þjálfari norska kvennalandsliðsins sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir hans stjórn. Norski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Noregur hefur hætt við að halda Evrópumót kvenna í handbolta í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Noregur átti að halda mótið ásamt Danmörku. Í fréttatilkynningu frá norska handknattleikssambandinu segir að þessi erfiða ákvörðun hafi verið tekin eftir ítarlega skoðun norskra heilbrigðisyfirvalda og kröfur norskra stjórnvalda. På bakgrunn av norske helsemyndigheters grundige vurderinger, samt politiske myndigheters klare krav og ønsker, er det klart at Norge ikke kan stå som arrangør av Håndball-EM for kvinner i desember. Det jobbes nå for at Danmark arrangerer hele EM.https://t.co/onSNVQMCge pic.twitter.com/LYxF2lTxFo— Norges Håndballforbund (@NORhandball) November 16, 2020 Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að allra leiða hafi verið leitað til að halda EM í Noregi en það hafi ekki verið mögulegt vegna strangra sóttvarnareglna þar í landi. Evrópska handknattleikssambandið, EHF, segist harma þá ákvörðun Noregs að geta ekki haldið EM. EHF leitar nú annarra kosta í samstarfi við danska handknattleikssambandið. The EHF regrets the decision of the Norwegian government and the impact it has had on the Norwegian Handball Federation not to be able to host EHF EURO 2020. Alternatives are being sought with the Danish Handball Association and additional information will be released on Tuesday. https://t.co/UWZMrfI1hX— EHF EURO (@EHFEURO) November 16, 2020 Líklegt er að EM verði eingöngu haldið í Danmörku þótt Per Bertelson, forseti danska handknattleikssambandsins, vildi ekki ábyrgjast það í yfirlýsingu. Evrópumótið átti að fara fram í Herning í Danmörku og Frederikshavn, Stavanger, Osló og Þrándheimi í Noregi. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í síðastnefndu borginni 20. desember. Evrópumótið á að hefjast 3. desember. Þórir Hergeirsson er sem kunnugt er þjálfari norska kvennalandsliðsins sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir hans stjórn.
Norski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira