Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 22:09 Sverrir Ingi í baráttunni í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum mun líklegri til að vinna leikinn eftir að við jöfnum en þeir fá vítaspyrnu í restina sem ég er ekki búinn að sjá aftur. Fannst hún mjög ódýr og ég veit ekki alveg hvað Hörður Björgvin (Magnússon) á að gera við hendina á sér, hann er svona 30 sentimetra frá honum.“ „Svo hef ég heyrt að fyrra vítið hafi verið pjúra rangstaða þannig að ég held bara að dómarinn hafi flautað leikinn frá okkur,“ sagði súr Sverrir Ingi í leikslok. „Við vorum í vandræðum fyrstu tuttugu mínútur leiksins, unnum okkur svo vel inn í leikinn og pressuðum þá virkilega vel í seinni hálfleik. Skorum á endanum frábært mark og erum bara mun líklegri til að vinna leikinn ef eitthvað er. Okkur leið virkilega vel á vellinum, vorum inn í leiknum og það er bara drullufúlt að tapa þessu,“ sagði miðvörðurinn öflugi um leikinn í heild sinni. Um breiddina í liðinu „Það kom fullt af mönnum inn í liðið í dag, stigu upp og gerðu vel. Við sem höfum verið að spila minna undanfarin ár þurfum að nýta tækifærið þegar við komum inn og gefa af okkur. Við erum að spila þrjá leiki á aðeins sex dögum svo við verðum að nýta hópinn,:“ „Við erum með meiri breidd en oft áður. Þurfum samt að halda áfram, við eigum virkilega erfiðan leik á miðvikudag en getum það með okkur í þann leik að frammistaðan í kvöld var mjög góð,“ sagði Sverrir Ingi að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04 Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 21:38
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Hamrén: Viðar hlustaði á mig Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 22:04
Viðar Örn: Þeir refsa ef þú gerir ein mistök Markaskorari Íslands var súr eftir tapið gegn Dönum en Viðar Örn Kjartansson var á því að Ísland hefði átt allavega stig skilið úr leik kvöldsins sem tapaðist 2-1. 15. nóvember 2020 21:57