„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 17:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt, að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. Hjón frá Senegal sem hafa búið og starfað hér á landi í tæp sjö ár hafa í sex ár án árangurs barist fyrir að fá atvinnuleyfi hér,dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Landsréttur úrskurðaði nú síðast að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. Hjónin hafa farið fram á endurskoðun ákvörðunarinnar. Kærunefnd útlendingamála ræður þessu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að tíminn sem málið hefur tekið sé óboðlegur. Hún fékk afhentar 21.000 undirskriftir á föstudag þara sem skorað var á hana að beita sér í máli fjölskyldunnar. Áslaug segist ekki hafa heimild til að beita sér í málinu. „Það er mikilvægt að fólk láti sig málið varða. Það er óboðlegt hvað málið hefur tekið langan tíma. Við höfum breytt mörgu til að svona gerist ekki, sett hafa verið ný heildarlög um útlendinga, málsmeðferðatími hefur verið styttur og það hafa verið gerðar ríkar kröfur á að mál séu kláruð á tilsettum tíma. Ég bendi á að málið er á borði kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæður úrskurðaraðili og dómsmálaráðherra tekur ekki ákvörðun í einstaka máli,“ segir Áslaug Arna. Aðspurð um hvort hún ætli að beita sér ef kærunefndin vísar senegölsku hjónunum aftur úr landi, ítrekar Áslaug: „Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál. Hann getur skoðað kerfi eða reglur ef málið sýnir að það þurfi að gera slíkt. Þetta er afar langur tími og auðvitað hefur maður samúð með þessum einstaklingum. Það þarf að skoða af hverju svona gerist og hvort þetta geti gerst í fleiri tilvikum,“ segir Áslaug. Þarf að taka tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Hjónin eiga tvær dætur þriggja og sex ára sem fæddust hér, tala íslensku og eru í leik-og grunnskólum. Aðspurð um hvort brottvísun hjónanna og þar með dætra þeirra væri ekki brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um réttindin barna hér á landi svarar Áslaug: „Það þarf að líta til þess sem þú nefnir þegar verið er að taka ákvarðanir um þessi mál sem fjalla um hagsmuni barna. Þess vegna hef ég verið að vinna sérstaka skýrslu um hvað við getum gert betur fyrir börn á flótta. Þetta mál er hins vegar hjá kærunefnd útlendingamála sem þarf að líta til þessara þátta,“ segir Áslaug. Áslaug sagði í fréttum að félagsmálaráðherra þyrfti að skoða mál þegar kemur að því að fólk utan EES fái tækifæri til að starfa hér. Félagsmálaráðherra sagði síðar í fréttum að hann hefði boðið dómsmálaráðherra samvinnu í málaflokknum. „Við höfum hafið samstarfið og það er mjög mikilvægt að skoða atvinnumálin þegar einstaklingar utan EES vilja koma og starfa hér. Það þarf að gera þeim það kleift. Ég hef lagt áherslu á að breytingar verði gerðar á þessu enda erum við að sjá einstaklinga koma hingað á þeim grundvelli en eru ekki að leita af alþjóðlegri vernd,“ segir Áslaug Arna. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Visir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson formaður þingflokks Pírata var spurður út í mál senegölsku fjölskyldunnar í Víglínunni í dag. „Manneskja sem fæðist hér og elst hér upp fyrstu sex árin og hefur aldrei verið annars staðar, er Íslendingur. Ef lögin eru eitthvað ósammála um það þá hafa þau bara rangt fyrir sér. Það er mín afstaða. Auðvitað eigum við að breyta lögum til samræmis við þetta. Það þarf að auka möguleika fólks að vera hér löglega. Það þarf ekki að hleypa öllum inn en þetta þarf ekki að vera svona harðneskjulegt,“ segir Helgi Hrafn. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum Félagsmálaráðherra hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum. Hann segir grundvallarbreytingar á atvinnuleyfiskerfinu hér á landi ekki kraftaverkalausn. 7. nóvember 2020 12:16 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt, að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. Hjón frá Senegal sem hafa búið og starfað hér á landi í tæp sjö ár hafa í sex ár án árangurs barist fyrir að fá atvinnuleyfi hér,dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Landsréttur úrskurðaði nú síðast að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. Hjónin hafa farið fram á endurskoðun ákvörðunarinnar. Kærunefnd útlendingamála ræður þessu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að tíminn sem málið hefur tekið sé óboðlegur. Hún fékk afhentar 21.000 undirskriftir á föstudag þara sem skorað var á hana að beita sér í máli fjölskyldunnar. Áslaug segist ekki hafa heimild til að beita sér í málinu. „Það er mikilvægt að fólk láti sig málið varða. Það er óboðlegt hvað málið hefur tekið langan tíma. Við höfum breytt mörgu til að svona gerist ekki, sett hafa verið ný heildarlög um útlendinga, málsmeðferðatími hefur verið styttur og það hafa verið gerðar ríkar kröfur á að mál séu kláruð á tilsettum tíma. Ég bendi á að málið er á borði kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæður úrskurðaraðili og dómsmálaráðherra tekur ekki ákvörðun í einstaka máli,“ segir Áslaug Arna. Aðspurð um hvort hún ætli að beita sér ef kærunefndin vísar senegölsku hjónunum aftur úr landi, ítrekar Áslaug: „Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál. Hann getur skoðað kerfi eða reglur ef málið sýnir að það þurfi að gera slíkt. Þetta er afar langur tími og auðvitað hefur maður samúð með þessum einstaklingum. Það þarf að skoða af hverju svona gerist og hvort þetta geti gerst í fleiri tilvikum,“ segir Áslaug. Þarf að taka tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Hjónin eiga tvær dætur þriggja og sex ára sem fæddust hér, tala íslensku og eru í leik-og grunnskólum. Aðspurð um hvort brottvísun hjónanna og þar með dætra þeirra væri ekki brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um réttindin barna hér á landi svarar Áslaug: „Það þarf að líta til þess sem þú nefnir þegar verið er að taka ákvarðanir um þessi mál sem fjalla um hagsmuni barna. Þess vegna hef ég verið að vinna sérstaka skýrslu um hvað við getum gert betur fyrir börn á flótta. Þetta mál er hins vegar hjá kærunefnd útlendingamála sem þarf að líta til þessara þátta,“ segir Áslaug. Áslaug sagði í fréttum að félagsmálaráðherra þyrfti að skoða mál þegar kemur að því að fólk utan EES fái tækifæri til að starfa hér. Félagsmálaráðherra sagði síðar í fréttum að hann hefði boðið dómsmálaráðherra samvinnu í málaflokknum. „Við höfum hafið samstarfið og það er mjög mikilvægt að skoða atvinnumálin þegar einstaklingar utan EES vilja koma og starfa hér. Það þarf að gera þeim það kleift. Ég hef lagt áherslu á að breytingar verði gerðar á þessu enda erum við að sjá einstaklinga koma hingað á þeim grundvelli en eru ekki að leita af alþjóðlegri vernd,“ segir Áslaug Arna. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Visir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson formaður þingflokks Pírata var spurður út í mál senegölsku fjölskyldunnar í Víglínunni í dag. „Manneskja sem fæðist hér og elst hér upp fyrstu sex árin og hefur aldrei verið annars staðar, er Íslendingur. Ef lögin eru eitthvað ósammála um það þá hafa þau bara rangt fyrir sér. Það er mín afstaða. Auðvitað eigum við að breyta lögum til samræmis við þetta. Það þarf að auka möguleika fólks að vera hér löglega. Það þarf ekki að hleypa öllum inn en þetta þarf ekki að vera svona harðneskjulegt,“ segir Helgi Hrafn.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum Félagsmálaráðherra hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum. Hann segir grundvallarbreytingar á atvinnuleyfiskerfinu hér á landi ekki kraftaverkalausn. 7. nóvember 2020 12:16 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30
Hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum Félagsmálaráðherra hefur boðið dómsmálaráðherra aðstoð í málefnum barna þegar kemur að útlendingamálum. Hann segir grundvallarbreytingar á atvinnuleyfiskerfinu hér á landi ekki kraftaverkalausn. 7. nóvember 2020 12:16
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49
„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01