Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2020 08:14 Tryggvi Snær Hlinason tók sér smápásu frá því að leggja silunganetin með móður sinni, Guðrúnu Tryggvadóttur, til að ræða um æskuárin í Svartárkoti, líf atvinnumannsins á Spáni, körfuboltaferilinn og framtíðardraumana. Arnar Halldórsson Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti í Bárðardal, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld. Frá Svartárkoti. Bæjarhúsin standa við útfall Svartár úr Svartárvatni.Arnar Halldórsson Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldunnar í Svartárkoti í Þingeyjarsveit. Þótt jörðin sé í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, við jaðar Ódáðahrauns, hefur hún í mörg ár verið fjölmennasta býli Bárðardals. „Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín Baldvinsdóttir húsfreyja um þá ákvörðun tveggja dætra hennar, Guðrúnar og Sigurlínu Tryggvadætra, og eiginmanna þeirra, Hlina Jóns Gíslasonar og Magnúsar Skarphéðinssonar, að taka við búskap í Svartárkoti þegar stefndi í að jörðin færi í eyði. Systurnar í Svartárkoti, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur.Arnar Halldórsson „En þau þurfa líka að hafa fyrir því. Maður þarf að hafa fyrir lífinu þegar maður býr á svona stað,“ segir Elín. Það vakti þjóðarathygli þegar Guðrún, fyrst kvenna, varð formaður Bændasamtaka Íslands. Hún ræðir líka þá lífsreynslu að vera felld í formannskjöri. Guðrún ásamt eiginmanninum, Hlina Gíslasyni, við heita pottinn. Fyrir aftan liðast Svartá. Fjær má sjá jaðar Ódáðahrauns. Í góðu skyggni má einnig sjá Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og Bárðarbungu úr heita pottinum.Arnar Halldórsson Sonurinn, Tryggvi Snær Hlinason, er einnig búinn að gera garðinn frægan - sem landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik. Svo skemmtilega vill til að Tryggvi Snær, þá 15 ára gamall, var meðal viðmælenda í þætti Um land allt úr Bárðardal árið 2013, en þann þátt má nálgast í gegnum Stöð 2 Maraþon. Þá var hann spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Börnin í Bárðardal í viðtali í þættinum árið 2013. Þrjú barnanna eru úr Svartárkoti og birtast aftur í þættinum á mánudagskvöld. Á þessum tíma hafði Tryggvi Snær aldrei æft körfubolta.Baldur Hrafnkell Jónsson „Mjög líklega bóndi hérna í Svartárkoti,“ var svar hans þá en á þeim tíma hafði hann aldrei iðkað æfingar hjá íþróttafélagi. Núna siglum við með Tryggva og móður hans út á Svartárvatn þar sem mæðginin leggja silunganet. Um leið ræðum við um þessa ótrúlegu sögu en aðeins liðu þrjú og hálft ár frá því Tryggvi fór á sína fyrstu körfuboltaæfingu hjá Þór á Akureyri þar til hann var orðinn atvinnumaður í greininni. Tryggvi Snær leikur sér á sæþotu á Svartárvatni. Sellandafjall og Bláfjall í baksýn, sem Tryggvi kallar Svartárkotsfjöllin.Arnar Halldórsson Við heyrum einnig um ástarævintýrið í landsliðsferðinni þegar hann kynntist kærustu sinni, Sunnevu Dögg Robertson, landsliðskonu í sundi, ræðum við þau um lífið á Spáni og spyrjum hvort hann stefni enn á að verða bóndi í Bárðardal þegar körfuboltaferlinum lýkur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Svartárkot: Um land allt Þingeyjarsveit Körfubolti Spænski körfuboltinn Landbúnaður Tengdar fréttir Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30 Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti í Bárðardal, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld. Frá Svartárkoti. Bæjarhúsin standa við útfall Svartár úr Svartárvatni.Arnar Halldórsson Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldunnar í Svartárkoti í Þingeyjarsveit. Þótt jörðin sé í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, við jaðar Ódáðahrauns, hefur hún í mörg ár verið fjölmennasta býli Bárðardals. „Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín Baldvinsdóttir húsfreyja um þá ákvörðun tveggja dætra hennar, Guðrúnar og Sigurlínu Tryggvadætra, og eiginmanna þeirra, Hlina Jóns Gíslasonar og Magnúsar Skarphéðinssonar, að taka við búskap í Svartárkoti þegar stefndi í að jörðin færi í eyði. Systurnar í Svartárkoti, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur.Arnar Halldórsson „En þau þurfa líka að hafa fyrir því. Maður þarf að hafa fyrir lífinu þegar maður býr á svona stað,“ segir Elín. Það vakti þjóðarathygli þegar Guðrún, fyrst kvenna, varð formaður Bændasamtaka Íslands. Hún ræðir líka þá lífsreynslu að vera felld í formannskjöri. Guðrún ásamt eiginmanninum, Hlina Gíslasyni, við heita pottinn. Fyrir aftan liðast Svartá. Fjær má sjá jaðar Ódáðahrauns. Í góðu skyggni má einnig sjá Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og Bárðarbungu úr heita pottinum.Arnar Halldórsson Sonurinn, Tryggvi Snær Hlinason, er einnig búinn að gera garðinn frægan - sem landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik. Svo skemmtilega vill til að Tryggvi Snær, þá 15 ára gamall, var meðal viðmælenda í þætti Um land allt úr Bárðardal árið 2013, en þann þátt má nálgast í gegnum Stöð 2 Maraþon. Þá var hann spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Börnin í Bárðardal í viðtali í þættinum árið 2013. Þrjú barnanna eru úr Svartárkoti og birtast aftur í þættinum á mánudagskvöld. Á þessum tíma hafði Tryggvi Snær aldrei æft körfubolta.Baldur Hrafnkell Jónsson „Mjög líklega bóndi hérna í Svartárkoti,“ var svar hans þá en á þeim tíma hafði hann aldrei iðkað æfingar hjá íþróttafélagi. Núna siglum við með Tryggva og móður hans út á Svartárvatn þar sem mæðginin leggja silunganet. Um leið ræðum við um þessa ótrúlegu sögu en aðeins liðu þrjú og hálft ár frá því Tryggvi fór á sína fyrstu körfuboltaæfingu hjá Þór á Akureyri þar til hann var orðinn atvinnumaður í greininni. Tryggvi Snær leikur sér á sæþotu á Svartárvatni. Sellandafjall og Bláfjall í baksýn, sem Tryggvi kallar Svartárkotsfjöllin.Arnar Halldórsson Við heyrum einnig um ástarævintýrið í landsliðsferðinni þegar hann kynntist kærustu sinni, Sunnevu Dögg Robertson, landsliðskonu í sundi, ræðum við þau um lífið á Spáni og spyrjum hvort hann stefni enn á að verða bóndi í Bárðardal þegar körfuboltaferlinum lýkur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Svartárkot:
Um land allt Þingeyjarsveit Körfubolti Spænski körfuboltinn Landbúnaður Tengdar fréttir Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30 Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28
FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30
Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið