Margfaldi Íslandsmeistarinn Bryndís Rún hættir vegna erfiðra veikinda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 15:15 Bryndís Rún Hansen hefur ákveðið að leggja sundbolinn á hilluna. Sundsamband Íslands Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net. Sund Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net.
Sund Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira