Hugleiðingar formanns á Alþjóðadegi sykursýki Leifur Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2020 07:00 14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar