Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 15:40 Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. EPA/BIONTECH SE Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja. Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja.
Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28