Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 15:40 Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. EPA/BIONTECH SE Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja. Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja.
Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28