Mun áfram stýra landinu næstu fimm árin Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 07:43 Aung San Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu, en á þeim tíma sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar stjórnarhersins á Rohingjum í landinu. Getty Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti. Mjanmar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti.
Mjanmar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira