Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira