Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 10:08 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í morgun. AP/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka. Ástralía Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka.
Ástralía Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira