Aron Einar: Ekki „síðasti dansinn“ hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 16:21 Aron Einar Gunnarsson tók niður grímuna þegar hann svaraði spurningum blaðamanna. Skjámynd/Vísir Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira