Þrjár nýjar tölvur og nýir örgjörvar frá Apple Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 12:39 Þrjár nýjar tölvur voru kynntar til leiks í gær. Apple Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig. Apple Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig.
Apple Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira