Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 12:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. Athugunin hafi hins vegar viðameiri og flóknari en búist var við. Hann býst við í fyrsta lagi verði hægt að kynna niðurstöður skýrslu um hópsmitið í lok þessarar viku. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. „Við virðumst komin fyrir þetta hópsmit sem er vel. Skýrsla vegna hópsmitsins er tilbúin í drögum. Við munum nú rýna hana varðandi aðferðafræði með almannavörnum og síðan kynna hana embætti landlæknis,“ sagði Páll. Í raun væri um að ræða skriflega eftirfylgni vegna upphaflegrar tilkynningar spítalans til landlæknis. „Í kjölfarið mun skýrari mynd liggja fyrir og verður það þá kynnt starfsmönnum og svo almenningi en ég á von á að það geti í fyrsta lagi orðið í lok vikunnar,“ sagði Páll. Hann sagði að þótt að staðan á spítalanum væri enn þung þá gengi flæði sjúklinga samt vel. Kvaðst Páll búast við því að senda bréf til landlæknis eftir hádegi þar sem kæmi fram að aðstæður á spítalanum séu ekki lengur þannig að ástæða sé til að halda áfram banni við valkvæðum aðgerðum. Þá sagðist Páll eiga von á því að spítalinn myndi fara af neyðarstigi og á hættustig í fyrri hluta þessarar viku. Framsögu hans á fundinum í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. Athugunin hafi hins vegar viðameiri og flóknari en búist var við. Hann býst við í fyrsta lagi verði hægt að kynna niðurstöður skýrslu um hópsmitið í lok þessarar viku. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. „Við virðumst komin fyrir þetta hópsmit sem er vel. Skýrsla vegna hópsmitsins er tilbúin í drögum. Við munum nú rýna hana varðandi aðferðafræði með almannavörnum og síðan kynna hana embætti landlæknis,“ sagði Páll. Í raun væri um að ræða skriflega eftirfylgni vegna upphaflegrar tilkynningar spítalans til landlæknis. „Í kjölfarið mun skýrari mynd liggja fyrir og verður það þá kynnt starfsmönnum og svo almenningi en ég á von á að það geti í fyrsta lagi orðið í lok vikunnar,“ sagði Páll. Hann sagði að þótt að staðan á spítalanum væri enn þung þá gengi flæði sjúklinga samt vel. Kvaðst Páll búast við því að senda bréf til landlæknis eftir hádegi þar sem kæmi fram að aðstæður á spítalanum séu ekki lengur þannig að ástæða sé til að halda áfram banni við valkvæðum aðgerðum. Þá sagðist Páll eiga von á því að spítalinn myndi fara af neyðarstigi og á hættustig í fyrri hluta þessarar viku. Framsögu hans á fundinum í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira