„Ég verð ekki sú síðasta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 07:48 Kamala við ræðupúltið í nótt. Tasos Katopodis/Getty Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07
Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57