Aukum verðmæti og vinnum fiskinn hér á landi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2020 16:08 Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sjávarútvegur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vor kynnti ASÍ áherslur sínar til uppbyggingar betra samfélags eftir Covid undir yfirskriftinni Rétta leiðin. Þó baráttan við veiruna taki lengri tíma en almennt var talið í vor eiga tillögurnar enn vel við. Meðal þess sem við lögðum áherslu á til atvinnuuppbyggingar var að fullvinna sjávarafurðir á Íslandi og takmarka útflutning á óunnum fiski. Nú er þessi umræða komin á dagskrá og hefur verið bent á að þjóðarbúið verði af 10 milljörðum króna árlega vegna útflutnings á óunnum fiski. Slíkur útflutningur hefur stóraukist síðustu ár. Störf sem annars væru dreifð um landið skipta hundruðum og að auki getur það varla talist umhverfisvænt að flytja hráefni um langan veg til vinnslu einungis til að geta greitt lægri laun. Áður hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að stemma stigu við útflutningi og við gerum kröfu til þess að það sé gert þegar í stað. Í vikunni fylgdu ASÍ og Neytendasamtökin eftir umsögn til Persónuverndar um starfsleyfi til Creditinfo. Það er mér reyndar óskiljanlegt af hverju einkafyrirtæki fær að sýsla með svo viðkvæmar upplýsingar sem skuldastaða fólks er. Ef allt væri eðlilegt væri það opinber stofnun, með þeim skyldum sem þær hafa gagnvart einstaklingum, sem færi með þetta vald. ASÍ og Neytendasamtökin voru með fjölda athugasemda við starfsleyfið og er fólk sem lendir í skuldavanda í stökustu vandræðum með að fá upplýsingar um höfuðstól krafna og ekki síst hvernig það kemst út af skuldaskrá. Við vitum öll af slíkum dæmum og nú þegar harðnar í ári er sannanlega kominn tími til að vinda ofan af því ranglæti að eitt fyrirtæki á Íslandi beinlínis maki krókinn á því að setja fólk á svartan lista. Lista sem er svo ógagnsær að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til að komast af honum og veit jafnvel ekki hvernig það komst á hann. Örlög þeirra sem lenda á vanskilaskrá eru oftar en ekki skertir möguleikar til lána, húsaleigu og húsnæðiskaupa. Framtíð fólks og möguleikar til að bjarga sér eru í húfi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun