„Liggja nánast á hnjánum og biðja mig um að vera áfram“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Lasse Petry fagnar marki í sumar. vísir/daníel Lasse Petry, miðjumaður Vals, segir að Íslandsmeistararnir hafa boðinn honum nýjan samning en hann gæti snúið aftur heim til Danmerkur. Lasse var mikilvægur hluti af Valsliðinu í sumar en samningur hans er nú á enda. Hann gerði tveggja ára samning við félagið við komuna í fyrra en Valsmenn hafa lagt nýtt samningstilboð á borðið. „Þetta er erfið ákvörðun. Það eru fjölskylduhlutir sem toga mig heim en íþróttalegir hlutir sem lokka mig í að vera hérna áfram,“ sagði Petry í samtali við bold.dk. „Þeir hafa boðið mér framlengingu og ég er að íhuga þetta. Félagið er ánægt með mig og einnig liðsfélagarnir. Þeir liggja nánast á hnjánum og vonast til þess að ég verði áfram,“ sagði Petry léttur. Hann gæti þó snúið aftur heim til Danmerkur. Petry tilbudt ny aftale på Island: Overvejer DK https://t.co/jpjPvJL5lD #Urvalsdeild #Valur— bold.dk (@bolddk) November 5, 2020 „Að finna félag í Danmörku væri auðvitað mjög gott en þetta er erfið staða, einnig því félögin eru á fullu í þeirra tímabili. Ég hef spilað virkilega vel á leiktíðinni og það er margt sem ég þarf að íhuga.“ Lasse hefur spilað 46 leiki eftir komuna til Vals en hann glímt við mikil meiðsli á sínum ferli áður en hann snéri til Íslands. Það er því margt að íhuga fyrir þennan fyrrum leikmann FC Nordsjælland. „Við höfum verið frábærir sem lið á þessari leiktíð og ég hef spilað flestar mínúturnar og verið mikilvægur hluti af liðinu. Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ferlinum en nú er ég mættur aftur og nýt þess að spila. Ég er líklega í besta líkamlega forminu síðan ég var 21 árs. Að standa svo með bikar í lok mótsins er virkilega gott.“ Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Lasse Petry, miðjumaður Vals, segir að Íslandsmeistararnir hafa boðinn honum nýjan samning en hann gæti snúið aftur heim til Danmerkur. Lasse var mikilvægur hluti af Valsliðinu í sumar en samningur hans er nú á enda. Hann gerði tveggja ára samning við félagið við komuna í fyrra en Valsmenn hafa lagt nýtt samningstilboð á borðið. „Þetta er erfið ákvörðun. Það eru fjölskylduhlutir sem toga mig heim en íþróttalegir hlutir sem lokka mig í að vera hérna áfram,“ sagði Petry í samtali við bold.dk. „Þeir hafa boðið mér framlengingu og ég er að íhuga þetta. Félagið er ánægt með mig og einnig liðsfélagarnir. Þeir liggja nánast á hnjánum og vonast til þess að ég verði áfram,“ sagði Petry léttur. Hann gæti þó snúið aftur heim til Danmerkur. Petry tilbudt ny aftale på Island: Overvejer DK https://t.co/jpjPvJL5lD #Urvalsdeild #Valur— bold.dk (@bolddk) November 5, 2020 „Að finna félag í Danmörku væri auðvitað mjög gott en þetta er erfið staða, einnig því félögin eru á fullu í þeirra tímabili. Ég hef spilað virkilega vel á leiktíðinni og það er margt sem ég þarf að íhuga.“ Lasse hefur spilað 46 leiki eftir komuna til Vals en hann glímt við mikil meiðsli á sínum ferli áður en hann snéri til Íslands. Það er því margt að íhuga fyrir þennan fyrrum leikmann FC Nordsjælland. „Við höfum verið frábærir sem lið á þessari leiktíð og ég hef spilað flestar mínúturnar og verið mikilvægur hluti af liðinu. Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ferlinum en nú er ég mættur aftur og nýt þess að spila. Ég er líklega í besta líkamlega forminu síðan ég var 21 árs. Að standa svo með bikar í lok mótsins er virkilega gott.“
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti