Rúnar á bekknum í sigri Arsenal, CSKA tapaði og Lille skellti Milan | Öll úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 5. nóvember 2020 21:53 Arsenal menn fagna einu af þremur mörkum kvöldins en þau hefðu getað orðið fleiri. Marc Atkins/Getty Images Rúnar Alex Rúnarsson var mættur aftur á varamannabekkinn hjá Arsenal í Evrópudeildinni er liðið vann 4-1 sigur á norska liðinu Molde á Emirates í kvöld. Rúnar Alex var í markinu í síðasta Evrópuleik, á heimavelli gegn Dunalk, en Bernd Leno var mættur aftur í markið í kvöld. Hann hefði mögulega getað gert betur í marki Molde á 22. mínútu en Martin Ellingsen skoraði þá með skoti fyrir utan vítateig. Skotið var ekki fast og spurningarmerki við Leno. Arsenal jafnaði metin með sjálfsmarki á 45. mínútu en Arsenal óð þá upp völlinn eftir hornspyrnu Molde. Aftur skoraði Molde sjálfsmark, nú á 62. mínútu, er varamaðurinn Sheriff Sinyan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 - Arsenal have benefitted from two own goals in a single game for the first time since beating Swansea 4-0 in January 2017 (Jack Cork and Kyle Naughton). Fortunate. #ARSMOL— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2020 Nicolas Pepe bætti við þriðja markinu á 70. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok var það Joe Willock sem gerði fjórða markið. Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins, Molde er með sex, Rapid Vín þrjú en Dundalk án stiga. Leicester vann 4-0 sigur á portúgalska liðinu Braga. James Maddison lagði upp bæði mörk fyrri hálfleiksins fyrir Kelechi Iheanacho og í síðari hálfleik bættu þeir Dennis Praet og áðurnefndur Maddison við sitt hvoru markinu. 4 - Leicester City have scored four goals in a European match for the first time since their first ever match in Europe, when they won 4-1 against Glenavon in the Cup Winners' Cup in 1961. Rout.— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2020 Leicester hefur unnið fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum og er á toppnum. Braga er með sex stig, AEK þrjú og Zorya er án stiga. Feyenoord vann 3-1 sigur á CSKA Moskvu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon spilaði fyrstu 78 mínúturnar en Arnór Sigurðsson allan leikinn fyrir CSKA. Þeir lentu 3-0 undir en náðu svo að klóra í bakkann. Rússarnir eru með tvö stig, Feynoord og Wolfsburger fjögur og Dinamo Zagreb fimm. Úrslit dagsins: A-riðill: Roma - Cluj 5-0 Young Boys - CSKA Sofia 3-0 B-riðill: Rapid Vín - Dundalk 4-3 Arsenal - Molde 4-1 C-riðill: Hapoel Beer Sheva - Bayer Leverkusen 2-4 Slavia Prague - Nice 3-2 D-riðill: Benfica - Rangers 3-3 Lech Poznan - Standard Liege 3-1 E-riðill: Omonia - Granada 0-2 PAOK - PSV 4-1 F-riðill: Real Sociedad - AZ Alkmaar 1-0 Rijeka - Napoli 1-2 G-riðill: Leicester - Braga 4-0 Zorya - AEK Aþena 1-4 H-riðill: AC Milan - Lille 0-3 Celtic - Sparta Prague 1-4 I-riðill: Sivasspor - Qarabag 2-0 Villareal - Maccabi Tel Aviv 1-0 (Leikurinn er enn í gangi) J-riðill: Ludogorets - Tottenham 1-3 Royal Antwerp - LASK 0-1 K-riðill: Dinamo Zagreb - Wolfsborger 1-0 Feyenoord - CSKA Moskva 3-1 L-riðill: Crvena Zvezda - Gent 2-1 Hoffenheim - Slovan Liberec 5-0 Evrópudeild UEFA
Rúnar Alex Rúnarsson var mættur aftur á varamannabekkinn hjá Arsenal í Evrópudeildinni er liðið vann 4-1 sigur á norska liðinu Molde á Emirates í kvöld. Rúnar Alex var í markinu í síðasta Evrópuleik, á heimavelli gegn Dunalk, en Bernd Leno var mættur aftur í markið í kvöld. Hann hefði mögulega getað gert betur í marki Molde á 22. mínútu en Martin Ellingsen skoraði þá með skoti fyrir utan vítateig. Skotið var ekki fast og spurningarmerki við Leno. Arsenal jafnaði metin með sjálfsmarki á 45. mínútu en Arsenal óð þá upp völlinn eftir hornspyrnu Molde. Aftur skoraði Molde sjálfsmark, nú á 62. mínútu, er varamaðurinn Sheriff Sinyan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 - Arsenal have benefitted from two own goals in a single game for the first time since beating Swansea 4-0 in January 2017 (Jack Cork and Kyle Naughton). Fortunate. #ARSMOL— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2020 Nicolas Pepe bætti við þriðja markinu á 70. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok var það Joe Willock sem gerði fjórða markið. Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins, Molde er með sex, Rapid Vín þrjú en Dundalk án stiga. Leicester vann 4-0 sigur á portúgalska liðinu Braga. James Maddison lagði upp bæði mörk fyrri hálfleiksins fyrir Kelechi Iheanacho og í síðari hálfleik bættu þeir Dennis Praet og áðurnefndur Maddison við sitt hvoru markinu. 4 - Leicester City have scored four goals in a European match for the first time since their first ever match in Europe, when they won 4-1 against Glenavon in the Cup Winners' Cup in 1961. Rout.— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2020 Leicester hefur unnið fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum og er á toppnum. Braga er með sex stig, AEK þrjú og Zorya er án stiga. Feyenoord vann 3-1 sigur á CSKA Moskvu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon spilaði fyrstu 78 mínúturnar en Arnór Sigurðsson allan leikinn fyrir CSKA. Þeir lentu 3-0 undir en náðu svo að klóra í bakkann. Rússarnir eru með tvö stig, Feynoord og Wolfsburger fjögur og Dinamo Zagreb fimm. Úrslit dagsins: A-riðill: Roma - Cluj 5-0 Young Boys - CSKA Sofia 3-0 B-riðill: Rapid Vín - Dundalk 4-3 Arsenal - Molde 4-1 C-riðill: Hapoel Beer Sheva - Bayer Leverkusen 2-4 Slavia Prague - Nice 3-2 D-riðill: Benfica - Rangers 3-3 Lech Poznan - Standard Liege 3-1 E-riðill: Omonia - Granada 0-2 PAOK - PSV 4-1 F-riðill: Real Sociedad - AZ Alkmaar 1-0 Rijeka - Napoli 1-2 G-riðill: Leicester - Braga 4-0 Zorya - AEK Aþena 1-4 H-riðill: AC Milan - Lille 0-3 Celtic - Sparta Prague 1-4 I-riðill: Sivasspor - Qarabag 2-0 Villareal - Maccabi Tel Aviv 1-0 (Leikurinn er enn í gangi) J-riðill: Ludogorets - Tottenham 1-3 Royal Antwerp - LASK 0-1 K-riðill: Dinamo Zagreb - Wolfsborger 1-0 Feyenoord - CSKA Moskva 3-1 L-riðill: Crvena Zvezda - Gent 2-1 Hoffenheim - Slovan Liberec 5-0
Úrslit dagsins: A-riðill: Roma - Cluj 5-0 Young Boys - CSKA Sofia 3-0 B-riðill: Rapid Vín - Dundalk 4-3 Arsenal - Molde 4-1 C-riðill: Hapoel Beer Sheva - Bayer Leverkusen 2-4 Slavia Prague - Nice 3-2 D-riðill: Benfica - Rangers 3-3 Lech Poznan - Standard Liege 3-1 E-riðill: Omonia - Granada 0-2 PAOK - PSV 4-1 F-riðill: Real Sociedad - AZ Alkmaar 1-0 Rijeka - Napoli 1-2 G-riðill: Leicester - Braga 4-0 Zorya - AEK Aþena 1-4 H-riðill: AC Milan - Lille 0-3 Celtic - Sparta Prague 1-4 I-riðill: Sivasspor - Qarabag 2-0 Villareal - Maccabi Tel Aviv 1-0 (Leikurinn er enn í gangi) J-riðill: Ludogorets - Tottenham 1-3 Royal Antwerp - LASK 0-1 K-riðill: Dinamo Zagreb - Wolfsborger 1-0 Feyenoord - CSKA Moskva 3-1 L-riðill: Crvena Zvezda - Gent 2-1 Hoffenheim - Slovan Liberec 5-0
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti