Íslenski boltinn

Kristján framlengir í Garðabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikil ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar í Garðabænum.
Mikil ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar í Garðabænum. vísir/vilhelm

Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Kristján hefur stýrt Stjörnunni undanfarin tvö tímabil. Garðbæingar enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar 2019 og voru í því sjötta þegar keppni á Íslandsmótinu 2020 var hætt í síðustu viku.

„Það er gífurleg ánægja sem ríkir með störf Kristjáns og hlökkum við mikið til þess að fylgjast með þróun liðsins næstu ár,“ segir í fréttatilkynningu Stjörnunnar.

Kristján Guðmundsson framlengir! Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks kvenna framlengir við félagið til...

Posted by Stjarnan FC on Thursday, November 5, 2020

Kristján er einn reyndasti þjálfari landsins en hann þjálfaði áður karlalið ÍR, Þórs, Keflavíkur, Vals, Leiknis R. og ÍBV. Hann gerði bæði Keflvíkinga og Eyjamenn að bikarmeisturum. Þá varð HB færeyskur meistari undir hans stjórn 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×