„Erum að senda Íslending úr landi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 16:50 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“ Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“
Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45