„Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 22:42 Biden á tröppum æskuheimilisins í Scranton í dag. Drew Angerer/Getty Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46
Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31