Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 11:23 Fjölmargir hafa þurft að loka sjoppunni vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er tíu manna samkomubann í landinu sem nær til langflestra verslana og allra veitingastaða. Vísir/Vilhelm Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira