Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 11:23 Fjölmargir hafa þurft að loka sjoppunni vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er tíu manna samkomubann í landinu sem nær til langflestra verslana og allra veitingastaða. Vísir/Vilhelm Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Að sögn Óla Björns Kárasonar, nefndarformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokks, tók frumvarp um lokunarstyrki ekki miklum breytingum í meðferð nefndarinnar. Samkvæmt frumvarpinu er úrræðið framlengt fram á mitt næsta ár. Töluverðar breytingar hafa hins vegar verið gerðar á umfangi tekjufallsstyrkja og er það orðið mun meira en lagt var upp með. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna faraldursins og lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir nefndina að útvíkka tekjufallsstyrki þannig að úrræðið myndi ná til fleiri rekstraraðila og gilda í lengri tíma. Að sögn Óla Björns miðast úrræðið nú ekki eingöngu við einyrkja eða örfyrirtæki með að hámarki þrjá starfsmenn, heldur öll fyrirtæki sem hafa orðið fyrir ákveðnu tekjufalli. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/vilhelm Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 40-70% tekjufalli geta fengið allt að 400 þúsund krónur fyrir allt að fimm stöðugildi. Alls tvær milljónir króna á mánuði yfir tímabilið frá 1. apríl til 31. október, eða að hámarki 14 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 70% tekjufalli geta fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi yfir sama tímabil, eða að hámarki 17,5 milljónir króna. Óli Björn segir breytingar koma til móts við athugasemdir og eiga að grípa til dæmis veitingahús sem orðið hafa fyrir miklum tekjusamdrætti. Gætu fengið greiðslu eftir nokkrar vikur Í umsögn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði er lagt til að styrkir renni jafnframt til fyrirtækja sem hafi orðið fyrir minna tekjufalli, eða misst 30% af tekjum sínum. Aðspurður hvort til greina hafi komið að lækka viðmiðið segir Óli Björn að það hafi verið lækkað úr 50% og niður í 40%. „Þannig það var gefið hressilega í og komið til móts við athugasemdir.“ Hann segir stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem fyrst og verði að lögum fyrir lok vikunnar. Aðspurður hvenær fyrirtæki geti átt von á greiðslu segir hann mikið verk bíða Skattsins við afgreiðslu umsókna og að ferlið gæti tekið einhverjar vikur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira