Innlent

Bresk eftirlitsflugvél nefnd Andi Reykjavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona lítur vélin út.
Svona lítur vélin út. Breski flugherinn

Ný eftirlitsflugvél konunglega breska flughersins hefur verið nefnd Andi Reykjavíkur, eða Spirit of Reykjavík. Vélin er af gerðinni Poseidon MRA 1.

Í færslu á Facebook-síðu flughersins segir að nafnið sé tilkomið til að heiðra hlutverk íslensku höfuðborgarinnar og Íslendinga í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í Síðari-heimsstyrjöldinni.

Svona er flugvélin merkt.

Þar segir jafnframt að sökum takmarkaðrar flugdrægni hafi breski flugherinn átt erfitt um vik við eftirlit á Norður-Atlantshafi frá stöðvum sínum í Bretlandi. Þýskir kafbátar hafi gert birgðarskipum bandamanna erfitt fyrir á stórum svæðum þar sem eftirlit hafi verið takmarkað.

Þar segir jafnframt að í styrjöldinni hafi nýr flugvöllur, sjóflugvélastöð og eldsneytisstöð í Reykjavík skipt miklu. Það hafi í raun gert bandamönnum kleift að sinna eftirliti úr lofti og haft mikil áhrif í baráttunni við þýsku kafbátana.

Andi Reykjavíkur er væntanlegur til Lossiemouth stöðvarinnar í Norður-Skotlandi á morgun.

The fourth Royal Air Force Poseidon MRA1 maritime patrol aircraft, which will arrive at RAF Lossiemouth tomorrow, has...

Posted by Royal Air Force on Monday, November 2, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×