Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 13:00 Kári Árnason meiddist í leiknum við Rúmeníu og óttast var í fyrstu að hann hefði fótbrotnað. Svo var þó ekki og hann er klár í slaginn gegn Ungverjum. vísir/vilhelm Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17