Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 13:00 Kári Árnason meiddist í leiknum við Rúmeníu og óttast var í fyrstu að hann hefði fótbrotnað. Svo var þó ekki og hann er klár í slaginn gegn Ungverjum. vísir/vilhelm Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira
Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. „Ég verð klár gegn Ungverjum,“ segir Kári en hann fór meiddur af velli undir lokin í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði. Ljóst er að mikilvægt er fyrir íslenska liðið að hann verði með í Búdapest eftir tíu daga, þó að hann hefði kosið hefðbundnari undirbúning en í boði er á Íslandi í dag. „Ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara eitthvað með liðbönd í ökkla. Ég teipaði þetta og er orðinn fínn, og náði að æfa á fullu í viku með Víkingi þar til að öllu var hætt. Við erum að vinna í öðrum leiðum núna til að geta æft smáfótbolta,“ segir Kári. Þriðja stórmótið og hálfur annar milljarður í húfi Kári og félagar í Víkingi R. eru áfram ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta eftir að KSÍ ákvað að flauta alla keppni af á föstudaginn, vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Kári, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson eru því í þeirri stöðu sem stendur að geta ekki æft með eðlilegum hætti, fyrir einn mikilvægasta leik sem Ísland hefur spilað. Sæti á þriðja stórmótinu í röð, og einn og hálfur milljarður króna, er í húfi. Kári Árnason hefur reynst íslenska landsliðinu mikilvægur í báðum vítateigum í gegnum tíðina. Hér er hann í skallabaráttu í sigrinum gegn Rúmenum.vísir/Hulda Margrét „Ég held að fyrir geðheilsu þjóðarinnar þá geti það nú hjálpað að einhverju leyti að við komumst á EM. Að fólk geti séð fram á það að fylgjast með Íslandi á mótinu, hvort sem það yrði í sjónvarpinu eða með því að drífa sig af stað erlendis að gera eitthvað skemmtilegt. Þess vegna er kannski þokkalega mikilvægt að leyfa okkur að gera alla vega eitthvað. Fyrir utan svo peningana sem koma inn í landið í erlendum gjaldeyri, sem ættu nú að hjálpa bæði knattspyrnuliðum og fleirum,“ segir Kári. Hugsanlegt er að Kári, Birkir og Hannes geti æft saman, með hérlendum leikmönnum úr U21-landsliðinu sem mætir Ítalíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM, einnig 12. nóvember. Kári segir Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara vera að skoða hvaða möguleikar séu í boði en Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. „Þetta er náttúrulega algjör steypa og fordæmalausar aðstæður, en Freyr er að vinna í þessu og þangað til er maður bara að gera eitthvað sjálfur. Þetta er leiðinlegt,“ segir Kári. Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Þýskalandi í byrjun næstu viku og mun æfa í Augsburg, þar sem Alfreð Finnbogason leikur, í aðdraganda leiksins við Ungverja sem er þarnæsta fimmtudag.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31 Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira
Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. 30. október 2020 15:31
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Óttast að Kári sé brotinn Miðvörðurinn Kári Árnason fer í myndatöku í dag þar sem kannað verður hvort hann sé fótbrotinn. 9. október 2020 10:34
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17