'69 kynslóðin hjá KR unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 14:31 Heimir Guðjónsson (fjórði frá hægri í neðstu röð) og Rúnar Kristinsson (þriðji frá hægri í neðstu röð) eru hluti af 1969 árganginum fræga í KR. facebook-síða kr Félagarnir úr 1969 árganginum fræga í KR, Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, hafa unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum í karlaflokki í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn að flauta Íslandsmótið af. Því var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Heimis. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfara. Undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari (2008, 2009, 2012, 2015 og 2016) og hann gerði Val svo að meisturum í fyrstu tilraun. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals.vísir/vilhelm Íslandsmeistarabikarinn flytur því lögheimili sitt úr Vesturbænum á Hlíðarenda en Rúnar gerði KR að meisturum í fyrra. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans sem þjálfara en hann gerði KR einnig að meisturum 2011 og 2013. Samtals hafa þeir Heimir og Rúnar því unnið Íslandsmeistaratitilinn samtals níu sinnum síðan 2008. Á þessu tímabili vann Ólafur Jóhannesson tvo Íslandsmeistaratitla með Val, nafni hans, Kristjánsson, einn með Breiðabliki og Rúnar Páll Sigmundsson einn með Stjörnunni. Annars hafa vinirnir úr '69 árganginum í KR einokað Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrettán ár. Föstudagurinn var ekki jafn góður fyrir Val og KR. Vesturbæingar enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komust þar af leiðandi ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Þeir áttu einnig möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum bikarkeppnina, þar sem þeir áttu að mæta Valsmönnum í undanúrslitum, en hún var líka flautuð af. KR-ingar hafa ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson eftir að liðið varð Íslandsmeistari eftir 0-1 sigur á Val á Hlíðarenda í fyrra.vísir/bára Rúnar og Heimir unnu sitt hvorn leikinn gegn hvor öðrum í sumar. KR vann á Hlíðarenda, 0-1, en Valur náði fram hefndum með 4-5 sigri í miklum markaleik á Meistaravöllum. Lið þeirra hafa mæst ellefu sinnum í efstu deild. Rúnar hefur unnið sex leiki, Heimir fjóra og einu sinni hefur orðið jafntefli. Heimir hrósaði svo sigri þegar FH vann stórsigur á KR, 4-0, í bikarúrslitaleiknum 2010. Heimir og Rúnar spiluðu saman upp alla yngri flokkana í KR og síðan í meistaraflokki allt þar til Rúnar hélt í atvinnumennsku 1995. Þeir urðu bikarmeistarar með KR 1994 en náðu aldrei að vinna Íslandsmeistaratitilinn saman. Heimir varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari sem fyrirliði FH (2004 og 2005) en Rúnar varð aldrei Íslandsmeistari sem leikmaður. Sem þjálfarar hafa þeir unnið samtals níu Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá vann Heimir bæði deild og bikar sem þjálfari HB í Færeyjum. Meðal annarra þekktra kappa úr '69 árganginum í KR má nefna Hilmar Björnsson og Þormóð Egilsson sem var fyrirliði KR-inga þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1999, 2000 og 2002. Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Félagarnir úr 1969 árganginum fræga í KR, Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, hafa unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum í karlaflokki í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn að flauta Íslandsmótið af. Því var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Heimis. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfara. Undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari (2008, 2009, 2012, 2015 og 2016) og hann gerði Val svo að meisturum í fyrstu tilraun. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals.vísir/vilhelm Íslandsmeistarabikarinn flytur því lögheimili sitt úr Vesturbænum á Hlíðarenda en Rúnar gerði KR að meisturum í fyrra. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans sem þjálfara en hann gerði KR einnig að meisturum 2011 og 2013. Samtals hafa þeir Heimir og Rúnar því unnið Íslandsmeistaratitilinn samtals níu sinnum síðan 2008. Á þessu tímabili vann Ólafur Jóhannesson tvo Íslandsmeistaratitla með Val, nafni hans, Kristjánsson, einn með Breiðabliki og Rúnar Páll Sigmundsson einn með Stjörnunni. Annars hafa vinirnir úr '69 árganginum í KR einokað Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrettán ár. Föstudagurinn var ekki jafn góður fyrir Val og KR. Vesturbæingar enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komust þar af leiðandi ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Þeir áttu einnig möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum bikarkeppnina, þar sem þeir áttu að mæta Valsmönnum í undanúrslitum, en hún var líka flautuð af. KR-ingar hafa ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson eftir að liðið varð Íslandsmeistari eftir 0-1 sigur á Val á Hlíðarenda í fyrra.vísir/bára Rúnar og Heimir unnu sitt hvorn leikinn gegn hvor öðrum í sumar. KR vann á Hlíðarenda, 0-1, en Valur náði fram hefndum með 4-5 sigri í miklum markaleik á Meistaravöllum. Lið þeirra hafa mæst ellefu sinnum í efstu deild. Rúnar hefur unnið sex leiki, Heimir fjóra og einu sinni hefur orðið jafntefli. Heimir hrósaði svo sigri þegar FH vann stórsigur á KR, 4-0, í bikarúrslitaleiknum 2010. Heimir og Rúnar spiluðu saman upp alla yngri flokkana í KR og síðan í meistaraflokki allt þar til Rúnar hélt í atvinnumennsku 1995. Þeir urðu bikarmeistarar með KR 1994 en náðu aldrei að vinna Íslandsmeistaratitilinn saman. Heimir varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari sem fyrirliði FH (2004 og 2005) en Rúnar varð aldrei Íslandsmeistari sem leikmaður. Sem þjálfarar hafa þeir unnið samtals níu Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá vann Heimir bæði deild og bikar sem þjálfari HB í Færeyjum. Meðal annarra þekktra kappa úr '69 árganginum í KR má nefna Hilmar Björnsson og Þormóð Egilsson sem var fyrirliði KR-inga þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1999, 2000 og 2002.
Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30
Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01
Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03
Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti