Formúla 1

Enn einn sigur Hamilton kom á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton fagnar gullinu í dag.
Hamilton fagnar gullinu í dag. Miguel Medina - Pool/Getty Images

Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari, vann enn einn sigurinn í formúlunni en hann kom fyrstur í mark á Ítalíu er kappaksturinn fór þar fram um helgina.

Hamilton sló met um síðustu helgi er hann vann sinn 92. kappakstur og hann bætti gulli númer 93 í bakpokann á Ítalíu í dag.

Samherji Hamilton úr Mercedes, Valtteri Bottas, kom annar í mark rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Daniel Ricciardo úr Renualt var þriðji.

Daniil Kyvat frá Alpha Tauri var fjórði, fimmtán sekúndum á eftir Hamilton, og Ferrari-ökuþórinn Charles Leclerc nældi í fimmta sætið.

Þetta var ellefti sigur Hamilton í röð en fjórar keppnir eru eftir í formúlunni þetta tímabilið. Hann getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í næstu keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×