„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:12 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira