Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:24 Mánudagurinn verður nýttur í að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón af núgildandi takmörkunum. Vísir/hanna Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24