Hefur greitt skatta og gjöld um árabil en hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 21:00 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi eins og undanfarin sjö ár. Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. SIGURJÓN ÓLASON Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni. Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni.
Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira