Búist við snjókomu og hríðarveðri á fjallvegum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 13:15 „Eins og svo oft á þessum árstíma fellur úrkoma til fjalla gjarnan sem snjór,“ skrifar veðurfræðingur. Vísir/Vilhelm Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira