„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson má ekki frekar en annað íþróttafólk æfa sína íþrótt á Íslandi fram til 17. nóvember. vísir/bára Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun. Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Sjá meira
Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun.
Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13