Skólar verða opnir en með takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 13:26 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13