Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 08:59 Íbúar í Boston í biðröð fyrir utan kjörstað. Anik Rahman/Getty Images Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02