Ísland á tvo markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 10:00 Landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru að gera góða hluti í þýsku deildinni en næstu leikur þeirra verður í íslenska landsliðsbúningnum. Getty/Samsett Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT Þýski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT
Þýski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti