Sífellt fleiri sveitarfélög segja sig frá rekstri hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2020 19:01 Vísir/Hafsteinn Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira