Sífellt fleiri sveitarfélög segja sig frá rekstri hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2020 19:01 Vísir/Hafsteinn Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira