Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson spilaði leikinn mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði þegar Ísland fagnaði 2-1 sigri. vísir/Hulda Margrét Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira